Sport

Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja

Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna.

Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi.

„The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi.

Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa.

Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu.

Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016.

Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes.

Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti.

Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.