Sport

Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna.Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal þess fræga íþróttafólks sem er í svokölluðu „The Body Issue“ hjá tímariti ESPN en blaðið kemur út september næstkomandi.„The Body Issue“ birtir flotta myndir af íþróttafólkinu sem á það sameiginlegt að vera nakið á myndunum og sýna vel þjálfaða líkama sína í öllu sínu veldi.Þetta er ellefta árið í röð þar sem frægir íþróttamenn og konur birtast nakin á síðum blaðsins og að þessu sinni eigum við Íslendingar okkar fulltrúa.Blaðið kemur út 6. september næstkomandi en 4. september verða myndirnar af íþróttafólkinu aðgengilegar á netinu.Darren Rovell hefur komist yfir listann með íþróttafólkinu og birti það á Twitter síðu sinni í dag. Listann má sjá hér fyrir neðan.Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein af andlitum CrossFit íþróttarinnar í Bandaríkjunum en hún hefur verið með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum og vann titilinn hraustasta CrossFit kona heims bæði 2015 og 2016.Íþróttafólkið í „Body Issue“ ESPN í ár kemur úr öllum áttum en áður var vitað að það á meðal væru kylfingurinn Brooks Koepka, tenniskonan Maria Sharapova, hafnarboltamaðurinn Trevor Bauer og UFC bardagakonan Amanda Nunes.Nú er kominn ítarlegri listi yfir íþróttafólkið sem ESPN verður með í þessu síðasta formlega blaði þess en í framtíðinni mun blaðið ekki vera gefið út á prenti.Eins og sjá má á lista Darren Rovell þá eru þarna líka auk Katrínar Tönju, knattspyrnukonan Kelley O´Hara, fimleikakonan, körfuboltamaðurinn Chris Paul, NFL-útherjinn Michael Thomas og öll sóknarlína Philadelhia Eagles. Fleira fólk er á listanum eins og sjá má hér fyrir ofan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.