Innlent

Öryggisbrestur hjá Facebook náði til eins einstaklings á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýlega var upplýst um að samfélagsmiðillinn Facebook hefði notað verktaka til að yfirfara hljóðupptökur
Nýlega var upplýst um að samfélagsmiðillinn Facebook hefði notað verktaka til að yfirfara hljóðupptökur vísir/getty
Persónuvernd hefur fengið þær upplýsingar að nýlegur öryggisbrestur hjá Facebook, þar sem verktakar voru notaðir til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, hafi náð til eins einstaklings á Íslandi.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd þar sem segir meðal annars að stofnunin hafi ákveðið að hefja frumkvæðisathugun vegna þessa öryggisbrests hjá Facebook.Nýlega var upplýst um að samfélagsmiðillinn Facebook hefði notað verktaka til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, í tengslum við „Voice to text“-þjónustu forritsins.Í tilkynningu Persónverndar segir að samkvæmt upplýsingum frá Persónuverndarstofnun Írlands sé um að að ræða hljóðupptökur frá um það bil fimmtíu einstaklingum á evrópska efnahagssvæðinu, þar af einum frá Íslandi, sem voru afritaðar handvirkt af Facebook þegar einstaklingur í Bandaríkjunum notaði umrædda þjónustu forritsins og átti í samskiptum við einstakling á evrópska efnahagssvæðinu.Samkvæmt upplýsingum sem Persónuvernd hafa borist hefur verið slökkt á umræddum valmöguleika á meðan atvikið er til skoðunar að því er segir í tilkynningunni.Þar segir jafnframt að það sé ábyrgð persónuverndarstofnana hvers og eins ríkis innan EES, sem öryggisbresturinn nær til, ábyrgð á að fylgja málinu eftir. Því hafi Persónuvernd ákveðið að hefja frumkvæðisathugun vegna þessa öryggisbrests hjá Facebook.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.