Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri

Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld.
„Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér.
When in Iceland @thorbjornssonView this post on Instagram
A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on
Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi.
He asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotosView this post on Instagram
A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on
Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina.
Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar.
Tengdar fréttir

Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið
Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið.

Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta
Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum.

Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag.