Lífið

Ed Sheeran lyfti sér upp með Hafþóri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vel virðist fara á með félögunum, ef marka má Instagram-færslur þeirra í kvöld.
Vel virðist fara á með félögunum, ef marka má Instagram-færslur þeirra í kvöld. Instagram/@teddysphotos

Svo virðist sem breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi mælt sér mót við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, í Íslandsferð sinni nú um helgina. Sheeran og Fjallið birtu báðir myndefni frá fundinum á Instagram-reikningum sínum nú í kvöld.

„Þegar maður er á Íslandi,“ skrifar Sheeran í sinni færslu en meðfylgjandi er mynd af Fjallinu þar sem hann lyftir söngvaranum yfir höfði sér.

 
 
 
View this post on Instagram
When in Iceland @thorbjornsson
A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on

Hafþór bætir um betur og birtir myndband af atvikinu á Instagram-síðu sinni. „Hann bað um það. Sem betur fer missti ég hann ekki, hann þarf að mæta í vinnuna í kvöld!!“ skrifar Hafþór, og vísar þar til tónleika Sheerans á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri tónleikar Sheerans í Reykjavík fóru fram við mikinn fögnuð þrjátíu þúsund tónleikagesta í gærkvöldi.

 
 
 
View this post on Instagram
He asked for it. Luckily I didn’t drop him... He has to work tonight!! @teddysphotos
A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on

Vel virðist fara á með Hafþóri og Sheeran en ljóst er að sá fyrrnefndi er einn af fáum sem hefur fengið að hitta söngvarann á Íslandi yfir helgina.

Þess má geta að báðir hafa kapparnir komið fram í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones, Hafþór sem hinn ógurlegi Gregor Clegane, „Fjallið“, og Sheeran í heldur umdeildu gestahlutverki í fyrsta þætti sjöundu þáttaraðarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.