Lífið

Segir skipu­lags­galla hafa valdið röðinni á Ed Sheeran

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margir tónleikagesta voru óánægðir með röðina sem myndaðist fyrir framan tónleikasvæðið. Hún náði á tímabili alla leið að Glæsibæ.
Margir tónleikagesta voru óánægðir með röðina sem myndaðist fyrir framan tónleikasvæðið. Hún náði á tímabili alla leið að Glæsibæ. Vísir/Vésteinn

„Mér leið náttúrulega bara hræðilega., gjörsamlega skelfilega. Það eru náttúrulega allir sítengdir og fólk stendur bara í röðinni og hraunar yfir okkur, sem er skiljanlegt,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, um röðina sem myndaðist fyrir utan tónleikasvæði Ed Sheeran á laugardaginn.

Ísleifur segir að eftir eigi að fara almennilega yfir það hvar stíflan í röðinni myndaðist en flest í skipulagningu raðarinnar á laugardaginn hafi haft einhvern þátt í að búa stífluna til en aðallega hafi það verið svokallaður snákur, röðin þar sem tónleikagestir þurftu að ganga fram og aftur til að komast að öryggisgæslunni. Hann segir í samtali við Reykjavík síðdegis öryggisleitina hafa tekið of langan tíma.

Þá hafi rafstöð dottið út svo ekki hafi verið hægt að skanna miðana í einhvern tíma og hafi skipuleggjendur ekki hafa áttað sig á vandamálinu. Skipuleggjendur hafi haldið að rafmagnsleysið hafi verið rót vandans en það hafi í raun verið skipulag.

„Þegar við sjáum að þetta er að verða verra og verra, stíflan er að stækka og hún er ekki að leysast þá er hlaupið í að finna einhverjar lausnir en þetta kemur inn á öryggi gesta, það er stórhættulegt að hlaupa til og breyta [skipulaginu] á hlaupum eða í einhverju panikki,“ segir Ísleifur.


Tengdar fréttir

Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana

Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld.

Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll

Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.