Innlent

Slökktu gróðureld á Nesjavallaleið

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá slökkvistarfi á Nesjavallaleið.
Frá slökkvistarfi á Nesjavallaleið. Brunavarnir Árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í dag vegna gróðurelda á Nesjavallaleið.Að því er fram kemur í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu var ekki um stórt svæði að ræða en eldurinn var í mosa. Getur eldur í mosa mallað í nokkurn tíma áður en hann tekur sig upp. Getur það  því verið snúið að tryggja að ekki leynist glóð eða eldur í mosanum áður en vettvangur er yfirgefinn.Slökkviliðið segir kjör aðstæður fyrir gróðurbruna í dag. Gróður og jarðvegur sé afar þurr og þarf því ekki mikið til að eldur kvikni í honum. Glóð frá sígarettu getur verið nægjanleg til að kveikja eld og þegar vindur er eins og hann hefur verið síðustu daga getur eldurinn breiðst hratt út.Erum íbúar beðnir um að fara varlega með eld og aðra hitagjafa nálægt gróðri. Er þeir hvattir til að hafa augun opin og bregðast við ef þið verðið elds vart.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.