Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvél Wizzair á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að snúa við og lenda í Stavangri í morgun eftir að íslenskur maður reyndi að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að drekka áfengi og neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við rekstraraðila á Hverfisgötu sem eru ekki sáttir við tafir á framkvæmdum borgarinnar við götuna. Í fréttatímanum förum við norður og ræðum við sveitarstjóra Grýtubakkahrepps sem líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna.

Í fréttatímanum verður einnig farið í sveppatínslu og hitað upp fyrir dragsýningu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×