Lífið

Stoltust af mömmu

Tinni Sveinsson skrifar
Alexandra Mujitain Fikradóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019.
Alexandra Mujitain Fikradóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019.

Miss Universe Iceland 2019 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe en ekki hefur verið staðfest hvar eða hvenær sú keppni fer fram.

Alexandra Mujitain Fikradóttir er meðal þátttakenda. Sandra er förðunarfræðingur. Hún býr á Stöðvarfirði og vinnur með börnum á frístundaheimili. Hún veit fátt betra en að njóta samveru við ástvini sína og fara í langa göngutúra á sólríkum dögum. Lífið yfirheyrði Söndru.

Morgunmaturinn?
Get ekki borðað á morgnana.

Helsta freistingin?
Veit það eiginlega ekki.

Hvað ertu að hlusta á?
Beautiful People.

Sandra vinnur með börnum á frístundaheimili.

Hvaða bók er á náttborðinu?
Engin.

Hver er þín fyrirmynd?
Mamma mín.

Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?
Barcelona.

Uppáhaldsmatur?
Núðlur eða bara asískur matur.

Uppáhaldsdrykkur?
Vatn/sódavatn.

Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ólafur Ragnar Grímsson.

Hvað hræðistu mest?
Að missa ástvin.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Engin klósettpappír.


Hverju ertu stoltust af?
Örugglega bara af henni mömmu.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Get sofið hvar og hvenær sem er.

Hundar eða kettir?
Bæði!

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Ákveða hvað er í matinn.

En það skemmtilegasta?
Kósíkvöld uppi í sófa.

Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?
Betra sjálfstrausti og styrkleika.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Ég veit það eiginlega ekki. Sem betri manneskju.

Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.

Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.Tengdar fréttir

Hellti kakói yfir sætan strák

Nadia Sif Gunnarsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hún lýsir sjálfri sér sem hamingjusamri og hressri týpu sem reynir að gleðja alla í kringum sig.

Guð­rún frá Lundi á nátt­borðinu

Elísabet Hulda Snorradóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Tónlist, tungumál, stjörnufræði og ferðalög eru hennar helstu áhugamál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.