Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba tekur víti sem Rui Patrício varði.
Pogba tekur víti sem Rui Patrício varði. vísir/getty
Paul Pogba brenndi af vítaspyrnu þegar Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á Molineux í lokaleik 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United hefur ekki unnið Wolves síðan Úlfarnir komu upp í úrvalsdeildina í fyrra.United var betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst yfir á 27. mínútu. Marcus Rashford sendi þá boltann á Anthony Martial sem skoraði með góðu skoti með vinstri fæti. Frakkinn skoraði einnig í 4-0 sigrinum á Chelsea í síðustu umferð. Markið í kvöld var fimmtugasta mark Martials fyrir United.Á 54. mínútu skallaði Raúl Jiménez í stöng og í kjölfarið fengu Úlfarnir hornspyrnu. Portúgalinn Joao Moutinho tók hana og sendi á landa sinn, Rúben Neves. Hann tók við boltanum, þrumaði honum í slá og inn og jafnaði í 1-1.Á 67. mínútu felldi Conor Coady Pogba innan vítateigs og Jon Moss bendi á punktinn. Þrátt fyrir að Rashford hafi skorað úr víti gegn Chelsea fór Pogba á punktinn en Rui Patrício varði frá honum. Pogba hefur klúðrað fjórum vítum í ensku úrvalsdeildinni frá byrjun síðasta tímabils.Fleiri urðu mörkin ekki og liðin urðu að sætta sig við jafntefli.United er með fjögur stig í 4. sæti deildarinnar en Wolves í 13. sætinu með tvö stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.