Sport

Björgvin Karl tekur brons á heimsleikunum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Björgvin Karl hlýtur bronsverðlaun
Björgvin Karl hlýtur bronsverðlaun Skjáskot/Instagram

Björgvin Karl Guðmundsson tók þriðja sætið á heimsleikunum í CrossFit sem kláruðust í dag. Björgvin sat í þriðja sæti fyrir síðustu æfingu dagsins og þurfti að klára á undan Scott Panchik til þess að halda þriðja sætinu. 

Björgvin var strax á meðal fremstu manna í þessari síðustu æfingu og náði að halda því í gegnum hana. Það var aftur á móti ríkjandi heimsmeistari, Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser, sem sigraði heimsleikana í karlaflokki. 


Tengdar fréttir

Katrín klárar í fjórða sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.