Sport

Katrín klárar í fjórða sæti

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. vísir/getty
Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. Eftir það datt hún niður í 4.sæti. Hún fer þó ekki tómhent heim en hún fær 50,000 Bandaríkjadali fyrir. 

Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 10.sæti sem verður að teljast mjög gott. Það var ríkjandi heimsmeistarinn Tia Clair Toomey sem vann kvennaflokkinn. Hún er fyrsta konan til þess að vinna þrjá heimsleika í röð. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.