Sport

Katrín klárar í fjórða sæti

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. vísir/getty

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í fjórða sæti eftir síðustu æfingu dagsins á heimsleikunum í CrossFit. Hún var í þriðja sæti fyrir síðustu æfinguna en náði sér ekki á strik og hafnaði í 9.sæti í henni. Eftir það datt hún niður í 4.sæti. Hún fer þó ekki tómhent heim en hún fær 50,000 Bandaríkjadali fyrir. 
Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 10.sæti sem verður að teljast mjög gott. Það var ríkjandi heimsmeistarinn Tia Clair Toomey sem vann kvennaflokkinn. Hún er fyrsta konan til þess að vinna þrjá heimsleika í röð. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.