Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2019 19:15 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira