Pogba á forsíðu AS í morgun: „Þegiðu og spilaðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba á forsíðu AS. Forsíða AS Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira