Segir súrdeigsbrauð, rauðvín og ólífuolíu vera málið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 12:47 Hægbakað brauð, rauðvín og ólífuolía eru mikilvæg í Miðjarðarhafs mataræði. getty/ Natasha Breen „Ég held að við séum bara að borða of mikið yfir höfuð. Við borðum mikinn sykur, mikið ger og mikið hveiti, mikið skyndibitafæði. Við, því miður, erum að elta Ameríku of mikið,“ segir Birna G Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við HÍ. Horfa eigi meira til Miðjarðarhafslanda þegar kemur að mataræði, enda komi það best út í rannsóknum. Hún segir matarmenninguna á Íslandi vera of hraða og það sjáist til dæmis í íslenskum brauðbakstri, þar sem flýtt sé fyrir ferlinu verulega. „Þegar þetta er gert svona á færibandavinnu og svona verksmiðjuframleitt þá erum við að gera þetta hraðar og jafnvel að pakka brauðinu eftir örfáa klukkutíma í poka, loka og setja rotvarnarefni og annað. Það hefur öðruvísi áhrif á meltinguna.“ „Ítalir eru meira að nota súrdeig, þeir eru að gefa sér lengri tíma í að láta brauðið hefast, slá það jafnvel niður, hnoða upp aftur og svo framvegis. Súrdeigið eða gerið hefur þá tíma til að brjóta niður og í rauninni formelta brauðið eða kornið.“ „Það er hægt að komast af með miklu minna ger en þá þurfum við að lengja tímann. Þannig í rauninni var brauðið látið hefast í nokkra klukkutíma, það var slegið niður, það var aftur látið hefast. Þannig að þetta tók langan tíma,“ segir Birna. Svo virðist sem hveiti og brauð fari betur í fólk við Miðjarðarhafið þar sem hveitið er staðbundið. Hitastigið og sólin geti haft áhrif á það en Birna segir þetta geta verið einhvern þátt sem við skiljum ekki alveg. Súrdeig virðist fyrir marga vera betra en munurinn á því og gerbrauði er sá að bakteríur hefa súrdeigið en gerið séu sveppir. Bakteríurnar hafi góð áhrif á þarmaflóruna þar sem hún auðgist og næri hana. Gerjaður matur sé því góður. Það sé hins vegar glútenið í korninu sem hafi slæm áhrif á þarmana. „Glúten er eitur fyrir okkur öll en það skaðar ekki alla en það er ákveðið eitur. Það hefur ákveðin eitrunaráhrif sem eru væg og er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við þurfum alltaf svolítið svona eitur-stöff til að halda ónæmiskerfinu okkar í þjálfun,“ bætir Birna við. Glúten sé auðmeltanlegra fyrir ákveðinn hóp af fólki en magaóþægindi geti líka skapast af gerinu. Þá sé best að skipta yfir í súrdeig. Þá sé hægt að kaupa meltingarensím út í búð sem hjálpa til við niðurbrot glútens. Birna segir Íslendinga eiga að líta meira til Evrópu þegar kemur að mataræði, það sé mun hollara og þá eigi sérstaklega að líta til Suður-Evrópu. „Rauðvín er mjög mikilvægt,“ segir Birna hlæjandi. „Mikið af góðri olíu, mikið af trefjum og mikið af fiski og kjöt ekki meira en svona tvisvar í viku.“ Bítið Heilsa Matur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Ég held að við séum bara að borða of mikið yfir höfuð. Við borðum mikinn sykur, mikið ger og mikið hveiti, mikið skyndibitafæði. Við, því miður, erum að elta Ameríku of mikið,“ segir Birna G Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við HÍ. Horfa eigi meira til Miðjarðarhafslanda þegar kemur að mataræði, enda komi það best út í rannsóknum. Hún segir matarmenninguna á Íslandi vera of hraða og það sjáist til dæmis í íslenskum brauðbakstri, þar sem flýtt sé fyrir ferlinu verulega. „Þegar þetta er gert svona á færibandavinnu og svona verksmiðjuframleitt þá erum við að gera þetta hraðar og jafnvel að pakka brauðinu eftir örfáa klukkutíma í poka, loka og setja rotvarnarefni og annað. Það hefur öðruvísi áhrif á meltinguna.“ „Ítalir eru meira að nota súrdeig, þeir eru að gefa sér lengri tíma í að láta brauðið hefast, slá það jafnvel niður, hnoða upp aftur og svo framvegis. Súrdeigið eða gerið hefur þá tíma til að brjóta niður og í rauninni formelta brauðið eða kornið.“ „Það er hægt að komast af með miklu minna ger en þá þurfum við að lengja tímann. Þannig í rauninni var brauðið látið hefast í nokkra klukkutíma, það var slegið niður, það var aftur látið hefast. Þannig að þetta tók langan tíma,“ segir Birna. Svo virðist sem hveiti og brauð fari betur í fólk við Miðjarðarhafið þar sem hveitið er staðbundið. Hitastigið og sólin geti haft áhrif á það en Birna segir þetta geta verið einhvern þátt sem við skiljum ekki alveg. Súrdeig virðist fyrir marga vera betra en munurinn á því og gerbrauði er sá að bakteríur hefa súrdeigið en gerið séu sveppir. Bakteríurnar hafi góð áhrif á þarmaflóruna þar sem hún auðgist og næri hana. Gerjaður matur sé því góður. Það sé hins vegar glútenið í korninu sem hafi slæm áhrif á þarmana. „Glúten er eitur fyrir okkur öll en það skaðar ekki alla en það er ákveðið eitur. Það hefur ákveðin eitrunaráhrif sem eru væg og er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við þurfum alltaf svolítið svona eitur-stöff til að halda ónæmiskerfinu okkar í þjálfun,“ bætir Birna við. Glúten sé auðmeltanlegra fyrir ákveðinn hóp af fólki en magaóþægindi geti líka skapast af gerinu. Þá sé best að skipta yfir í súrdeig. Þá sé hægt að kaupa meltingarensím út í búð sem hjálpa til við niðurbrot glútens. Birna segir Íslendinga eiga að líta meira til Evrópu þegar kemur að mataræði, það sé mun hollara og þá eigi sérstaklega að líta til Suður-Evrópu. „Rauðvín er mjög mikilvægt,“ segir Birna hlæjandi. „Mikið af góðri olíu, mikið af trefjum og mikið af fiski og kjöt ekki meira en svona tvisvar í viku.“
Bítið Heilsa Matur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira