Enski boltinn

Stóri Sam tekur þátt í vinsælasta dansþætti heims

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Getur Stóri Sam dansað?
Getur Stóri Sam dansað? vísir/getty
Sam Allardyce, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, tekur þátt í næstu seríu dansþáttarins vinsæla, Strictly Come Dancing.

Greint var frá þessu í morgunþættinum Good Morning Britain á ITV í dag.

Stóri Sam sýndi góða takta á dansgólfinu á Marbella vorið 2016 eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fagnaði hann því að Sunderland hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Ekki er vitað hvort þessir danstaktar hafi sannfært forráðamenn Strictly Come Dancing um að fá Allardyce til að taka þátt í þættinum.





Allardyce hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Everton vorið 2018. Hann á að hafa hafnað því að taka við Newcastle United af Rafa Benítez í sumar.

Strictly Come Dancing nýtur gríðarlega mikilla vinsælda en þátturinn hefur verið á dagskrá síðan 2004. Þar keppa þekktir einstaklingar með atvinnudönsurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×