Litlu munaði að rússneskur verksmiðjutogari sykki með fjóra unglinga um borð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. júlí 2019 20:00 Verksmiðjutogarinn Orlik við Njarðvíkurhöfn. Stöð 2 Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór. Reykjanesbær Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór.
Reykjanesbær Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira