Lífið

Tvíburarnir skírðir á brúðkaupsafmælinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tvíburadrengirnir fengu nöfnin Tindur og Stormur á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna.
Tvíburadrengirnir fengu nöfnin Tindur og Stormur á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Ragnhildur Steinunn

Í lok mars eignuðust sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sálfræðingurinn Haukur Ingi Guðnason tvíburadrengi. Þeir komu í heiminn 25. mars eftir draumafæðingu að sögn Ragnhildar Steinunnar.

Drengirnir fengu nöfnin Tindur og Stormur en skírnarathöfnin fór fram í garði fjölskyldunnar á eins árs brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Fyrir eiga hjónin Eldeyju og Jökul.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi í það heilaga á Ítalíu í fyrrasumar en þau hafa verið saman í meira en tvo áratugi.

Í færslu sem Ragnhildur Steinunn skrifaði á Facebook-síðu sína sagðist hún ekki eiga til orð yfir hversu frábært fólk fjölskyldan eigi að. Dagurinn hafi verið dásamlegur.


Tengdar fréttir

Tvíburar Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga komnir í heiminn

"Brúðkaupshnoðrarnir okkar komu í heiminn mánudaginn 25.mars eftir drauma fæðingu,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í færslu á Facebook en hún og Haukur Ingi Guðnason eignuðust tvíbura í vikunni, eineggja drengi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.