Alvarlegt að saka sláturleyfishafa um að valda skorti á lambahryggjum Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 18:30 Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir það alvarlegar ásakanir af hálfu Samtaka verslunar- og þjónustu og Félags atvinnurekenda að saka sláturleyfishafa um samantekin ráð um útflutning á lambahryggjum til að valda skorti og hækka verð hér á landi. Hann segir að þrátt fyrir skort á hryggjum eigi félagið nóg fyrir sína viðskiptavini. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara leggur til að úthlutað verði opnum tollkvótum á lambahryggjum. Er þetta gert til að bregðast við skorti á hryggjum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er málið ekki komið á borð ráðherra en nefndin hefur sent drög að tillögum til hagsmunaaðila. Verslunareigendur óskuðu eftir því fyrr í sumar að veitt yrði undanþága frá tollum á innflutt kjöt. Því var hafnað. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir líklegt að skortur sé á lambahryggjum, þrátt fyrir að nóg sé til hjá félaginu. „Ég hef náttúrulega ekki upplýsingar um stöðuna hjá öðrum. SS á nóg fyrir okkur og okkar kúnna. En það er líklegt að það sé skortur fyrst það er búið að opna held ég í fyrsta skipti fyrir innflutning á svokölluðum opnum kvóta á lambakjöti.“Landssamtök sauðfjárbænda vilja stýra útflutningi á lambakjöti betur en gert er í dag.Vísir/BaldurStýra þarf útflutningi Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir skort á lambahryggjum sýna að tekist hafi verið á við vanda vegna umframbirgða af lambakjöti, meðal annars með samdrætti í framleiðslu. Sauðfjárbændur hafi bent á að stýra þurfi útflutningi betur en gert er í dag til að jafna sveiflur á markaði. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir að tollar verði eingöngu lækkaðir á lambahryggjum í einn mánuð. Formaður Félags atvinnurekenda segir að reglur um 30 daga frystingu kjöts geri innflytjendum næsta ómögulegt að flytja inn erlenda lambahryggi á svo stuttu tímabili. Atvinnurekendur gagnrýna þátt afurðastöðva og viðbrögð stjórnvalda og hafa beðið Samkeppniseftirlitið að skoða aðkomu beggja að málinu.Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir ásakanir um samráð vera mjög alvarlegar.Vísir/BaldurÁsakanir um alvarlegt lögbrot Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir fullyrðingar um samantekin ráð hjá sláturleyfishöfum vera rangar. „Það er af og frá að það sé einhver sameiginlegur útflutningur til þess að hafa áhrif á verðþróun innanlands, það er bannað. Hver og einn flytur út það sem hann telur henta sínum aðstæðum, framleiðslu og sölu.“ Eru þetta alvarlegar ásakanir í ykkar garð?„Auðvitað eru þær það, það er verið að saka menn um mjög alvarlegt lögbrot. Menn ættu nú aðeins að kynna sér hlutina áður en þeir fara fram með slíkt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira