Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2019 16:11 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Stöð2 Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað. Verslunareigendur höfðu þá fengið höfnun á grundvelli þess að afurðarstöðvarnar sögðust eiga nóg til. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í samtali við Stöð 2 í lok júní að annað erindi yrði sent á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin hafi verið önnur. Ráðgjafarnefndin um inn- og útflutning landbúnaðarvara sendi í dag út drög að tillögu sem nefndin hyggst leggja til við ráðherra. Um er að ræða opinn tollkvóta og verður verðtollur 0% en magntollur 172 kr./kg á frosið kjöt, hryggi og hryggsneiðar. Í rökstuðningi við tillöguna segir að nefndinni hafi borist ábendingar þess efnis að vöntun og/eða fyrirsjáanleg vöntun sé á lambahryggjum. Nefndin gerir því tillögur um úthlutum á opnum tollkvótum á lambahryggjum.Fyrstu vísbendingar um skort komið á hans borð í febrúar/mars Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir ákvörðun nefndarinnar fordæmalausa og fagnar ákvörðuninni. Hann ásamt Félagi atvinnurekenda gagnrýnir hins vegar stutt tímabil tollalækkunar en tímabilið stendur yfir í einn mánuð, frá 29. júlí til 30. ágúst. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, málið dæmi um öfugsnúið landbúnaðarkerfi, þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi. „Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. Þannig er búinn til skortur, sem hefur orðið til þess að á undanförnum vikum hefur innlent kindakjöt hækkað í verði.“ „Þetta er eftir því sem við best vitum fyrsta skipti sem slík heimild er veitt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Andrés segir aðgerðirnar bein afleiðing af því að afurðarstöðvar í landbúnaði hafi flutt út 15-20% af framleiðslu síðasta árs á mun lægra verði en verslunum stæði til boða. „Þetta var að okkar mati gert til þess að skapa skort á markaði, til þess að hægt væri að hækka verð á íslenska neytendur,“ sagði Andrés. „Það er vonum seinna að ráðgjafanefndin tekur þessa ákvörðun en það eru fimm vikur síðan við sendum erindi til þeirra, þeir hafa að okkar mati tekið allt of langan tíma til þess að afgreiða þetta mál. Það leiðir að því að stórir aðilar á markaði hafa ekki geta boðið upp á kótilettur, vinsælustu afurðina, síðustu vikur,“ segir Andrés sem segir fyrstu vísbendingar um skortinn hafa komið upp í febrúar/mars.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hegðum afurðastöðva tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlits „Við höfum ekki sagt okkar síðasta í þessu máli. Hegðun afurðastöðvanna í þessu máli hlýtur að vera tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlitsins. Það er búið að taka ákvörðun um það. Við munum stilla upp máli gagnvart Samkeppniseftirlitinu vegna þess hvernig þetta mál hefur þróast. Það eru alveg hreinar línur.“ segir Andrés. Frystiskylda á innfluttu kjöti fellur ekki úr gildi fyrr en seinna á árinu og því er um að ræða frosið kjöt. Kjötið þarf að hafa verið í frosti í þrjátíu daga. „Þá skiptir máli fyrir fyrirtæki að fá vottorð frá birgjum sínum um að varan hafi verið í frosti svo hægt sé að koma vörunni inn á markaðinn sem allra fyrst, segir Andrés sem segir fyrirtæki helst líta til Nýja Sjálands og Írlands í þeim efnum.Er innflutt kjöt þá væntanlegt í verslanir 29. júlí næstkomandi? „Það þarf að finna byrgja og koma þessu heim, það gerist ekki einn, tveir og bingó en það skiptir máli fyrir neytendur að þetta gerist hratt. Þá skiptir vottorðið máli svo varan þurfi ekki að bíða í frosti hér heima,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað. Verslunareigendur höfðu þá fengið höfnun á grundvelli þess að afurðarstöðvarnar sögðust eiga nóg til. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagði í samtali við Stöð 2 í lok júní að annað erindi yrði sent á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin hafi verið önnur. Ráðgjafarnefndin um inn- og útflutning landbúnaðarvara sendi í dag út drög að tillögu sem nefndin hyggst leggja til við ráðherra. Um er að ræða opinn tollkvóta og verður verðtollur 0% en magntollur 172 kr./kg á frosið kjöt, hryggi og hryggsneiðar. Í rökstuðningi við tillöguna segir að nefndinni hafi borist ábendingar þess efnis að vöntun og/eða fyrirsjáanleg vöntun sé á lambahryggjum. Nefndin gerir því tillögur um úthlutum á opnum tollkvótum á lambahryggjum.Fyrstu vísbendingar um skort komið á hans borð í febrúar/mars Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir ákvörðun nefndarinnar fordæmalausa og fagnar ákvörðuninni. Hann ásamt Félagi atvinnurekenda gagnrýnir hins vegar stutt tímabil tollalækkunar en tímabilið stendur yfir í einn mánuð, frá 29. júlí til 30. ágúst. Í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, málið dæmi um öfugsnúið landbúnaðarkerfi, þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi. „Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. Þannig er búinn til skortur, sem hefur orðið til þess að á undanförnum vikum hefur innlent kindakjöt hækkað í verði.“ „Þetta er eftir því sem við best vitum fyrsta skipti sem slík heimild er veitt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Andrés segir aðgerðirnar bein afleiðing af því að afurðarstöðvar í landbúnaði hafi flutt út 15-20% af framleiðslu síðasta árs á mun lægra verði en verslunum stæði til boða. „Þetta var að okkar mati gert til þess að skapa skort á markaði, til þess að hægt væri að hækka verð á íslenska neytendur,“ sagði Andrés. „Það er vonum seinna að ráðgjafanefndin tekur þessa ákvörðun en það eru fimm vikur síðan við sendum erindi til þeirra, þeir hafa að okkar mati tekið allt of langan tíma til þess að afgreiða þetta mál. Það leiðir að því að stórir aðilar á markaði hafa ekki geta boðið upp á kótilettur, vinsælustu afurðina, síðustu vikur,“ segir Andrés sem segir fyrstu vísbendingar um skortinn hafa komið upp í febrúar/mars.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hegðum afurðastöðva tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlits „Við höfum ekki sagt okkar síðasta í þessu máli. Hegðun afurðastöðvanna í þessu máli hlýtur að vera tilefni til kvörtunar til Samkeppniseftirlitsins. Það er búið að taka ákvörðun um það. Við munum stilla upp máli gagnvart Samkeppniseftirlitinu vegna þess hvernig þetta mál hefur þróast. Það eru alveg hreinar línur.“ segir Andrés. Frystiskylda á innfluttu kjöti fellur ekki úr gildi fyrr en seinna á árinu og því er um að ræða frosið kjöt. Kjötið þarf að hafa verið í frosti í þrjátíu daga. „Þá skiptir máli fyrir fyrirtæki að fá vottorð frá birgjum sínum um að varan hafi verið í frosti svo hægt sé að koma vörunni inn á markaðinn sem allra fyrst, segir Andrés sem segir fyrirtæki helst líta til Nýja Sjálands og Írlands í þeim efnum.Er innflutt kjöt þá væntanlegt í verslanir 29. júlí næstkomandi? „Það þarf að finna byrgja og koma þessu heim, það gerist ekki einn, tveir og bingó en það skiptir máli fyrir neytendur að þetta gerist hratt. Þá skiptir vottorðið máli svo varan þurfi ekki að bíða í frosti hér heima,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest 21. júní 2019 19:00