Lífið

Lítill drengur slasaðist þegar hann fór upp á töskufæriband

Eiður Þór Árnason skrifar
Móðir drengsins var skiljanlega skelkuð.
Móðir drengsins var skiljanlega skelkuð. Skjáskot/CBS News
Lítill drengur slasaðist þegar hann klifraði upp á töskufæriband fyrir aftan innritunarborð á Hartsfield-Jackson flugvellinum í Atlantaríki í Bandaríkjunum.

Öryggismyndavélar á flugvellinum náðu atvikinu á myndband og má þar sjá strákinn Lorenzo hverfa og ferðast á færibandinu alla leið inn á farangurssvæði öryggisleitar. Þar sáu starfsmenn drenginn og stöðvuðu færibandið.

Fram kemur í skýrslu lögreglu að Edith Vega, móðir drengsins, hafi litið af syni sínum á meðan hún prentaði brottfararspjöld þeirra í sjálfsala. Áður en hún vissi af var drengurinn horfinn.

Vega segir að Lorenzo hafi verið á færibandinu í um fimm mínútur áður en það var stöðvað. Hún hafi ætlað að stökkva á bandið til þess að ná honum en að starfsmenn bönnuðu henni það.

Samkvæmt skýrslu lögreglunnar var strákurinn illa bólginn og marinn á hægri hendi eftir ferðina. Hann var færður á sjúkrahús stuttu eftir atvikið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×