Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2019 06:00 Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti. Fréttablaðið/Valli Fyrsta kattakaffihúsið var opnað í Taívan árið 1998 og nú njóta þau vinsælda út um allan heim. Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti, fyrsta og eina kattakaffihúsið hérlendis. Kaffihús sem þessi bjóða þeim sem ekki geta búið með köttum, eða langar að kynnast ketti vel áður en hann er ættleiddur, upp á einstakt tækifæri til þess að kynnast kisum. Gígja Sara svaraði nokkrum spurningum Fréttablaðsins um reksturinn og hvernig þetta allt saman æxlaðist. „Við Ragnheiður bjuggum í sama húsinu fyrir nokkrum árum. Kötturinn minn fór svo reglulega í heimsókn til Ragnheiðar, þannig að við urðum smá kisuvinkonur, vorum alltaf að tala um köttinn og hvað hann væri að bralla. Einn daginn nefndi hún þessa hugmynd við mig eftir að hún sá umfjöllun um kattakaffihús í Asíu,“ segir Gígja sem fannst hugmyndin að slíku kaffihúsi alveg einstaklega góð. „Við höfðum báðar mikið verið að skoða Dýrahjálp, Kattholt og Kattavaktina og fannst báðum mjög leitt hvað það voru margir kettir í heimilisleit. Þannig að við ræddum þessa hugmynd, að opna kaffihúsið og svo gætu gestir ættleitt kettina.“ Gígja var að klára nám í Listaháskólanum á þessum tíma. Eftir að því lauk rákust þær á húsnæðið sem kaffihúsið er í og fannst það algjörlega kjörið undir starfsemina. „Það er með stórum og fallegumgluggum fyrir kisurnar og svo er staðsetningin líka æðislega, miðsvæðis en ekki alveg í allri örtröðinni. Við ákváðum að kýla bara á þetta. Við pössum að hafa ekki of margar kisur í einu svo hver og ein fái að njóta sín,“ segir Gígja. Ragnheiður og Gígja reyna því að halda sig við þá reglu að hafa ekki fleiri en fimm kisur í einu. „Það búa reyndar núna sex kisur á kaffihúsinu. Ég veit ekki hvað orsakar það en mér finnst meira um ketti í heimilisleit núna en vanalega. Kannski tengist það sumarleyfum? Staðan er sú að mjög marga ketti vantar heimili og það eru nokkrir á biðlista að fá samastað hjá okkur.“Hægt er að mæta og klappa þessum alla daga á Kattarkaffihúsinu milli 10 og 18. Svo er líka mögulega hægt að bjóða honum upp á nýtt varanlegt heimili. Fréttablaðið/ValliMóðir Gígju er Helga Björnsson fatahönnuður, en hún starfaði lengi sem aðalhönnuður hátískuhússins Louis Féraud í París. Helga deildi áhuga Gígju og Ragnheiðar á köttum og var því meira en lítið til í að taka að sér hönnun á útliti staðarins og fegra með list sinni. „Það er mjög gaman að hafa hennar blæ líka yfir kaffihúsinu. Mér finnst starfsemin skiptast í þessar þrjár megináherslur. Að hjálpa köttum í heimilisleit, bjóða nánast eingöngu upp á grænkerafæði og svo fallegt umhverfi og list.“ Gígja segir Ragnheiði mjög fróða í markaðstengdum málum sem hafi mikið hjálpað við stofnun kaffihússins. „Svo eru líka nánast einhverjir galdrar við þetta húsnæði, köttunum kemur svo vel saman þarna. Það kom á óvart, en auðvitað verða stundum einhver leiðindi. En furðu lítið samt!“ Hún segir 36 ketti hafa fundið heimili í gegnum Kattakaffihúsið. Innt eftir minnisstæðum atvikum í rekstrinum segist hún sérstaklega muna eftir sögu af kettinum Stellu. „Þetta var bara minnir mig daginn eftir að hún flutti til okkar. Fyrst var hún aðeins feimin en svo bókstaflega stal hún bananabrauði úr munninum á barni. Kettirnir eru svo mismunandi karakterar. Sumir eru einmitt algjörir steliþjófar og nokkrir vilja til dæmis bara drekka úr vatnsglösum gestanna,“ segir Gígja hlæjandi. Kattakaffihúsið er opið alla daga frá 10-18 og er á Bergstaðastræti 10a. Verk eftir móður Gígju Söru, Helgu Björnsson fatahönnuð, prýða veggi kaffihússins. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Fyrsta kattakaffihúsið var opnað í Taívan árið 1998 og nú njóta þau vinsælda út um allan heim. Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti, fyrsta og eina kattakaffihúsið hérlendis. Kaffihús sem þessi bjóða þeim sem ekki geta búið með köttum, eða langar að kynnast ketti vel áður en hann er ættleiddur, upp á einstakt tækifæri til þess að kynnast kisum. Gígja Sara svaraði nokkrum spurningum Fréttablaðsins um reksturinn og hvernig þetta allt saman æxlaðist. „Við Ragnheiður bjuggum í sama húsinu fyrir nokkrum árum. Kötturinn minn fór svo reglulega í heimsókn til Ragnheiðar, þannig að við urðum smá kisuvinkonur, vorum alltaf að tala um köttinn og hvað hann væri að bralla. Einn daginn nefndi hún þessa hugmynd við mig eftir að hún sá umfjöllun um kattakaffihús í Asíu,“ segir Gígja sem fannst hugmyndin að slíku kaffihúsi alveg einstaklega góð. „Við höfðum báðar mikið verið að skoða Dýrahjálp, Kattholt og Kattavaktina og fannst báðum mjög leitt hvað það voru margir kettir í heimilisleit. Þannig að við ræddum þessa hugmynd, að opna kaffihúsið og svo gætu gestir ættleitt kettina.“ Gígja var að klára nám í Listaháskólanum á þessum tíma. Eftir að því lauk rákust þær á húsnæðið sem kaffihúsið er í og fannst það algjörlega kjörið undir starfsemina. „Það er með stórum og fallegumgluggum fyrir kisurnar og svo er staðsetningin líka æðislega, miðsvæðis en ekki alveg í allri örtröðinni. Við ákváðum að kýla bara á þetta. Við pössum að hafa ekki of margar kisur í einu svo hver og ein fái að njóta sín,“ segir Gígja. Ragnheiður og Gígja reyna því að halda sig við þá reglu að hafa ekki fleiri en fimm kisur í einu. „Það búa reyndar núna sex kisur á kaffihúsinu. Ég veit ekki hvað orsakar það en mér finnst meira um ketti í heimilisleit núna en vanalega. Kannski tengist það sumarleyfum? Staðan er sú að mjög marga ketti vantar heimili og það eru nokkrir á biðlista að fá samastað hjá okkur.“Hægt er að mæta og klappa þessum alla daga á Kattarkaffihúsinu milli 10 og 18. Svo er líka mögulega hægt að bjóða honum upp á nýtt varanlegt heimili. Fréttablaðið/ValliMóðir Gígju er Helga Björnsson fatahönnuður, en hún starfaði lengi sem aðalhönnuður hátískuhússins Louis Féraud í París. Helga deildi áhuga Gígju og Ragnheiðar á köttum og var því meira en lítið til í að taka að sér hönnun á útliti staðarins og fegra með list sinni. „Það er mjög gaman að hafa hennar blæ líka yfir kaffihúsinu. Mér finnst starfsemin skiptast í þessar þrjár megináherslur. Að hjálpa köttum í heimilisleit, bjóða nánast eingöngu upp á grænkerafæði og svo fallegt umhverfi og list.“ Gígja segir Ragnheiði mjög fróða í markaðstengdum málum sem hafi mikið hjálpað við stofnun kaffihússins. „Svo eru líka nánast einhverjir galdrar við þetta húsnæði, köttunum kemur svo vel saman þarna. Það kom á óvart, en auðvitað verða stundum einhver leiðindi. En furðu lítið samt!“ Hún segir 36 ketti hafa fundið heimili í gegnum Kattakaffihúsið. Innt eftir minnisstæðum atvikum í rekstrinum segist hún sérstaklega muna eftir sögu af kettinum Stellu. „Þetta var bara minnir mig daginn eftir að hún flutti til okkar. Fyrst var hún aðeins feimin en svo bókstaflega stal hún bananabrauði úr munninum á barni. Kettirnir eru svo mismunandi karakterar. Sumir eru einmitt algjörir steliþjófar og nokkrir vilja til dæmis bara drekka úr vatnsglösum gestanna,“ segir Gígja hlæjandi. Kattakaffihúsið er opið alla daga frá 10-18 og er á Bergstaðastræti 10a. Verk eftir móður Gígju Söru, Helgu Björnsson fatahönnuð, prýða veggi kaffihússins. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira