Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2019 06:00 Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti. Fréttablaðið/Valli Fyrsta kattakaffihúsið var opnað í Taívan árið 1998 og nú njóta þau vinsælda út um allan heim. Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti, fyrsta og eina kattakaffihúsið hérlendis. Kaffihús sem þessi bjóða þeim sem ekki geta búið með köttum, eða langar að kynnast ketti vel áður en hann er ættleiddur, upp á einstakt tækifæri til þess að kynnast kisum. Gígja Sara svaraði nokkrum spurningum Fréttablaðsins um reksturinn og hvernig þetta allt saman æxlaðist. „Við Ragnheiður bjuggum í sama húsinu fyrir nokkrum árum. Kötturinn minn fór svo reglulega í heimsókn til Ragnheiðar, þannig að við urðum smá kisuvinkonur, vorum alltaf að tala um köttinn og hvað hann væri að bralla. Einn daginn nefndi hún þessa hugmynd við mig eftir að hún sá umfjöllun um kattakaffihús í Asíu,“ segir Gígja sem fannst hugmyndin að slíku kaffihúsi alveg einstaklega góð. „Við höfðum báðar mikið verið að skoða Dýrahjálp, Kattholt og Kattavaktina og fannst báðum mjög leitt hvað það voru margir kettir í heimilisleit. Þannig að við ræddum þessa hugmynd, að opna kaffihúsið og svo gætu gestir ættleitt kettina.“ Gígja var að klára nám í Listaháskólanum á þessum tíma. Eftir að því lauk rákust þær á húsnæðið sem kaffihúsið er í og fannst það algjörlega kjörið undir starfsemina. „Það er með stórum og fallegumgluggum fyrir kisurnar og svo er staðsetningin líka æðislega, miðsvæðis en ekki alveg í allri örtröðinni. Við ákváðum að kýla bara á þetta. Við pössum að hafa ekki of margar kisur í einu svo hver og ein fái að njóta sín,“ segir Gígja. Ragnheiður og Gígja reyna því að halda sig við þá reglu að hafa ekki fleiri en fimm kisur í einu. „Það búa reyndar núna sex kisur á kaffihúsinu. Ég veit ekki hvað orsakar það en mér finnst meira um ketti í heimilisleit núna en vanalega. Kannski tengist það sumarleyfum? Staðan er sú að mjög marga ketti vantar heimili og það eru nokkrir á biðlista að fá samastað hjá okkur.“Hægt er að mæta og klappa þessum alla daga á Kattarkaffihúsinu milli 10 og 18. Svo er líka mögulega hægt að bjóða honum upp á nýtt varanlegt heimili. Fréttablaðið/ValliMóðir Gígju er Helga Björnsson fatahönnuður, en hún starfaði lengi sem aðalhönnuður hátískuhússins Louis Féraud í París. Helga deildi áhuga Gígju og Ragnheiðar á köttum og var því meira en lítið til í að taka að sér hönnun á útliti staðarins og fegra með list sinni. „Það er mjög gaman að hafa hennar blæ líka yfir kaffihúsinu. Mér finnst starfsemin skiptast í þessar þrjár megináherslur. Að hjálpa köttum í heimilisleit, bjóða nánast eingöngu upp á grænkerafæði og svo fallegt umhverfi og list.“ Gígja segir Ragnheiði mjög fróða í markaðstengdum málum sem hafi mikið hjálpað við stofnun kaffihússins. „Svo eru líka nánast einhverjir galdrar við þetta húsnæði, köttunum kemur svo vel saman þarna. Það kom á óvart, en auðvitað verða stundum einhver leiðindi. En furðu lítið samt!“ Hún segir 36 ketti hafa fundið heimili í gegnum Kattakaffihúsið. Innt eftir minnisstæðum atvikum í rekstrinum segist hún sérstaklega muna eftir sögu af kettinum Stellu. „Þetta var bara minnir mig daginn eftir að hún flutti til okkar. Fyrst var hún aðeins feimin en svo bókstaflega stal hún bananabrauði úr munninum á barni. Kettirnir eru svo mismunandi karakterar. Sumir eru einmitt algjörir steliþjófar og nokkrir vilja til dæmis bara drekka úr vatnsglösum gestanna,“ segir Gígja hlæjandi. Kattakaffihúsið er opið alla daga frá 10-18 og er á Bergstaðastræti 10a. Verk eftir móður Gígju Söru, Helgu Björnsson fatahönnuð, prýða veggi kaffihússins. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Fyrsta kattakaffihúsið var opnað í Taívan árið 1998 og nú njóta þau vinsælda út um allan heim. Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti, fyrsta og eina kattakaffihúsið hérlendis. Kaffihús sem þessi bjóða þeim sem ekki geta búið með köttum, eða langar að kynnast ketti vel áður en hann er ættleiddur, upp á einstakt tækifæri til þess að kynnast kisum. Gígja Sara svaraði nokkrum spurningum Fréttablaðsins um reksturinn og hvernig þetta allt saman æxlaðist. „Við Ragnheiður bjuggum í sama húsinu fyrir nokkrum árum. Kötturinn minn fór svo reglulega í heimsókn til Ragnheiðar, þannig að við urðum smá kisuvinkonur, vorum alltaf að tala um köttinn og hvað hann væri að bralla. Einn daginn nefndi hún þessa hugmynd við mig eftir að hún sá umfjöllun um kattakaffihús í Asíu,“ segir Gígja sem fannst hugmyndin að slíku kaffihúsi alveg einstaklega góð. „Við höfðum báðar mikið verið að skoða Dýrahjálp, Kattholt og Kattavaktina og fannst báðum mjög leitt hvað það voru margir kettir í heimilisleit. Þannig að við ræddum þessa hugmynd, að opna kaffihúsið og svo gætu gestir ættleitt kettina.“ Gígja var að klára nám í Listaháskólanum á þessum tíma. Eftir að því lauk rákust þær á húsnæðið sem kaffihúsið er í og fannst það algjörlega kjörið undir starfsemina. „Það er með stórum og fallegumgluggum fyrir kisurnar og svo er staðsetningin líka æðislega, miðsvæðis en ekki alveg í allri örtröðinni. Við ákváðum að kýla bara á þetta. Við pössum að hafa ekki of margar kisur í einu svo hver og ein fái að njóta sín,“ segir Gígja. Ragnheiður og Gígja reyna því að halda sig við þá reglu að hafa ekki fleiri en fimm kisur í einu. „Það búa reyndar núna sex kisur á kaffihúsinu. Ég veit ekki hvað orsakar það en mér finnst meira um ketti í heimilisleit núna en vanalega. Kannski tengist það sumarleyfum? Staðan er sú að mjög marga ketti vantar heimili og það eru nokkrir á biðlista að fá samastað hjá okkur.“Hægt er að mæta og klappa þessum alla daga á Kattarkaffihúsinu milli 10 og 18. Svo er líka mögulega hægt að bjóða honum upp á nýtt varanlegt heimili. Fréttablaðið/ValliMóðir Gígju er Helga Björnsson fatahönnuður, en hún starfaði lengi sem aðalhönnuður hátískuhússins Louis Féraud í París. Helga deildi áhuga Gígju og Ragnheiðar á köttum og var því meira en lítið til í að taka að sér hönnun á útliti staðarins og fegra með list sinni. „Það er mjög gaman að hafa hennar blæ líka yfir kaffihúsinu. Mér finnst starfsemin skiptast í þessar þrjár megináherslur. Að hjálpa köttum í heimilisleit, bjóða nánast eingöngu upp á grænkerafæði og svo fallegt umhverfi og list.“ Gígja segir Ragnheiði mjög fróða í markaðstengdum málum sem hafi mikið hjálpað við stofnun kaffihússins. „Svo eru líka nánast einhverjir galdrar við þetta húsnæði, köttunum kemur svo vel saman þarna. Það kom á óvart, en auðvitað verða stundum einhver leiðindi. En furðu lítið samt!“ Hún segir 36 ketti hafa fundið heimili í gegnum Kattakaffihúsið. Innt eftir minnisstæðum atvikum í rekstrinum segist hún sérstaklega muna eftir sögu af kettinum Stellu. „Þetta var bara minnir mig daginn eftir að hún flutti til okkar. Fyrst var hún aðeins feimin en svo bókstaflega stal hún bananabrauði úr munninum á barni. Kettirnir eru svo mismunandi karakterar. Sumir eru einmitt algjörir steliþjófar og nokkrir vilja til dæmis bara drekka úr vatnsglösum gestanna,“ segir Gígja hlæjandi. Kattakaffihúsið er opið alla daga frá 10-18 og er á Bergstaðastræti 10a. Verk eftir móður Gígju Söru, Helgu Björnsson fatahönnuð, prýða veggi kaffihússins. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira