Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 18:45 Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32