Menning

Söngvasafn Sigvalda Kaldalóns endurútgefið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og læknir.
Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og læknir.
Einsöngslög Sigvalda Kaldalóns, tónskálds og læknis, hafa verið endurútgefin, en þau hafa verið ófáanleg í fjölda ára. Útgáfan er í tveimur hlutum. Númer 1 nefnist Svanasöngur á heiði og númer 2 Ég lít í anda liðna tíð. Samtals geymir hún 102 sönglög úr smiðju Kaldalóns á fjórum geisladiskum, flutt af tólf af fremstu einsöngvurum þjóðarinnar.Upptökur fóru fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á árunum 2003 og 2005. Listrænn stjórnandi var Jónas Ingimundarson og hann annaðist líka píanóleik við allar hljóðritanir, sem voru í umsjá Halldórs Víkingssonar, Fermata hljóðritun. Halldór hafði einnig umsjón með núverandi útgáfu og endurvann upptökurnar með nýjustu tækni. Reynir Axelsson yfirfór ljóðatexta og enskar þýðingar. Ingvar Víkingsson sá um grafíska hönnun.Sigvaldi Kaldalóns sótti sér efnivið til lagasmíða úr sígildum sjóði fjölmargra ljóðahöfunda og tókst afar vel að túlka innihald og anda ljóðanna, færa þau í tónrænan búning með skáldlegri andagift og hljóðfæri sitt að vopni.Útgefandi diskanna er Minningarsjóður Sigvalda Kaldalóns.Svanasöngur á heiði nefnist þessi diskur.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.