Innlent

Allt að 20 stiga hiti á Norðausturlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það má búast við hlýju og björt veðri við Mývatn í dag.
Það má búast við hlýju og björt veðri við Mývatn í dag. vísir/vilhelm

Það verður frekar hlýtt víðast hvar á landinu í dag en hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem hitinn gæti náð allt að 20 stigum.

Á morgun verður svo hlýjast á Suður- og Vesturlandi og mun hitinn þar einnig geta farið í allt að 20 stig.

Útlitið er svipað fyrir vikulokin, suðlægari vindur en áfram hlýtt í veðri með lítilsháttar vætu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu:

Austan 3-8 m/s, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað að mestu og dálítil væta syðst, en þurrt og bjart norðaustan til. Hæg austlæg átt og skúrir á víð og dreif á morgun, en 5-10 m/s við suðurströndina. Áfram bjart veður norðan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi, en suðvestanlands á morgun.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10. Bjart með köflum norðan og vestan lands, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og svalara.

Á föstudag:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til.

Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 3-8 og skýjað, en úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig. Bjart á köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir síðdegis, hiti að 20 stigum.

Á sunnudag og mánudag:
Mild sunnanátt með súld og rigningu, en þurrt að kalla og hlýtt norðaustan til á landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.