Innlent

Allt að 20 stiga hiti á Norðausturlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það má búast við hlýju og björt veðri við Mývatn í dag.
Það má búast við hlýju og björt veðri við Mývatn í dag. vísir/vilhelm
Það verður frekar hlýtt víðast hvar á landinu í dag en hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem hitinn gæti náð allt að 20 stigum.

Á morgun verður svo hlýjast á Suður- og Vesturlandi og mun hitinn þar einnig geta farið í allt að 20 stig.

Útlitið er svipað fyrir vikulokin, suðlægari vindur en áfram hlýtt í veðri með lítilsháttar vætu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu:

Austan 3-8 m/s, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað að mestu og dálítil væta syðst, en þurrt og bjart norðaustan til. Hæg austlæg átt og skúrir á víð og dreif á morgun, en 5-10 m/s við suðurströndina. Áfram bjart veður norðan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi, en suðvestanlands á morgun.

Á fimmtudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-10. Bjart með köflum norðan og vestan lands, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og svalara.

Á föstudag:

Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til.

Á laugardag:

Sunnan og suðvestan 3-8 og skýjað, en úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig. Bjart á köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir síðdegis, hiti að 20 stigum.

Á sunnudag og mánudag:

Mild sunnanátt með súld og rigningu, en þurrt að kalla og hlýtt norðaustan til á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×