Sport

Djokovic áfram á toppi heimslistans

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sá besti
Sá besti vísir/getty

Novak Djokovic trónir á toppi heimslistans í tennis en hann styrkti stöðu sína enn frekar þegar hann tryggði sér sigur á Wimbledon mótinu um nýliðna helgi.

Þar hafði Djokovic sigurorð af Roger Federer í sögulegum úrslitaleik.

Vann þessi 32 ára Serbi þar sinn sextánda risatitil á ferlinum og hefur hann gott forskot á toppi heimslistans þar sem Spánverjinn Rafael Nadal er í öðru sæti en Federer er skammt undan í því þriðja. Töluvert á eftir þeim þremur kemur svo Ástralinn Dominic Thiem.

Í kvennaflokki er hin ástralska Ashleigh Barty á toppnum en sigurvegari Wimbledon, hin rúmenska Simona Halep, skaust upp í fjórða sæti listans eftir sigurinn en hún vann öruggan sigur á goðsögninni Serenu Williams í úrslitaleik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.