Sport

Djokovic sigurvegari eftir sögulegan úrslitaleik á Wimbledon

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Novak Djokovic vann sinn fimmta sigur á Wimbledon í dag
Novak Djokovic vann sinn fimmta sigur á Wimbledon í dag vísir/getty

Novak Djokovic er sigurvegari á Wimbledonmótinu eftir bráðabana í sögulegum úrslitaleik við Roger Federer.

Djokovic var ríkjandi meistari á Wimbledon og er titillinn sá fimmti sem Serbinn vinnur á mótinu og sextándi risatitillinn á ferlinum.

Serbinn þurfti bráðabana til þess að vinna fyrsta settið áður en Roger Federer tók annað settið örugglega 1-6. Aftur tók bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara í þriðja setti, það fór til Djokovic. Federer tryggði oddasett með 4-6 sigri í fjórða settinu.

Oddasettið var gífurlega jafnt. Ekki er gripið til bráðabana í oddasettinu fyrr en er orðið jafnt 12-12 og er það nokkuð ný regla, áður fyrr var leikið til þrautar.

Eftir stöðuna 6-6 náði hvorugur að tryggja sér tveggja leikja forystuna sem þarf til að vinna settið og fór leikurinn alla leið í bráðabana, í fyrsta skipti á Wimbledon sem þarf að nota bráðabana í úrslitasettinu.

Djokovic tók forystuna í bráðabananum og vann hann að lokum 7-3 eftir að Federer skóflaði boltanum hátt upp í loft og út fyrir.

Djokovic fékk því að lyfta bikarnum eftir 7-6 (7-5) 1-6 7-6 (7-4) 4-6 13-12 (7-3) sigur. 

Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 57 mínútur sem er lengsti úrslitaleikur sögunnar, lengsti leikur Wimbledon fyrir daginn í dag var viðureign Rafael Nadal og Roger Federer árið 2008, fjórar klukkustundir og 48 mínútur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.