Lífið

Jimmy Fallon og Stephen Colbert endurgera dúettinn úr Stranger Things

Andri Eysteinsson skrifar
Svarið við sögunni endalausu.
Svarið við sögunni endalausu. YouTube/TheTonightShow

Spjallþáttastjórnendurnir Jimmy Fallon úr The Tonight Show og Stephen Colbert úr The Late Show hafa miklar mætur á Netflix þáttunum Stranger Things.

Þriðja þáttaröð þáttanna kom út fyrr í mánuðinum og þykir hún ekki gefa fyrri þáttaröðum neitt eftir.

Hér á eftir verða atriði úr þáttunum rædd, ef lesandi vill ekki verða fyrir svokölluðum spennuspillum er ráðlagt að fara ekki neðar en myndbandið.

Þeir Colbert og Fallon endurgera hér atriði úr lokaþætti þriðju þáttaraðar Stranger Things þar sem Dustin Henderson, nær loks sambandi við kærustuna sína Suzie sem margir töldu vera tilbúning Dusty.

Dusty vantaði að fá vita hvern Planck-fastinn væri en Suzie vildi ekki segja honum hver hann væri nema að þau myndu syngja saman lagið The NeverEnding Story með breska söngvaranum Limahl.

Atriðið vakti mikla lukku og eru eflaust margir sem hafa raulað lagið eftir að hafa lokið við áhorf þáttanna.

Sjá má útgáfu spjallþáttastjórnandanna Colbert og Fallon af laginu í myndbandinu að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.