Enski boltinn

Solskjær vill byggja lið sitt í kringum Pogba

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pogba er mættur til æfinga hjá Man Utd
Pogba er mættur til æfinga hjá Man Utd vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, virðist enn hafa trú á því að félagið muni halda franska miðjumanninum Paul Pogba.

Solskjær var minntur á gömul ummæli sín þess efnis að lið sem hefði Pogba innanborðs ætti alltaf að byggja lið sitt í kringum hann. Kveðst Norðmaðurinn enn vera á þeirra skoðun.

„Paul er stórkostlegur leikmaður og frábær persóna. Hann hefur alltaf verið mikill atvinnumaður og ég hef átt mjög gott samband við hann alveg frá því ég þjálfaði hann í varaliðinu fyrir nokkrum árum.“

„Ég hef sagt það áður að ef þú ert með hann í hópnum þínum þá byggir þú liðið í kringum hann. Sú skoðun hefur ekki breyst svo ég myndi segja það sama núna,“ segir Solskjær.

Pogba hefur sjálfur gefið í skyn að hann vilji fara frá félaginu en Man Utd hefur unnið tvo titla síðan Pogba gekk aftur í raðir félagsins sumarið 2016 og þar á bæ líta menn á það sem heldur slaka uppskeru.

„Þeir leikmenn sem gætu viljað fara hafa ekki upplifað hvernig það er að vera í Man Utd þegar liðið er sigursælt. Um leið og við byrjum að vinna titla er þetta besti staðurinn að vera á fyrir fótboltamenn,“ sagði Norðmaðurinn geðþekki einnig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.