Mátti ekki tæpara standa þegar mannlaus bíll rann í veg fyrir hjólreiðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 19:43 Bíllinn hafnaði næstum því á konunni, sem smeygði sér þó undan með naumindum. Mynd/Skjáskot Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bíll rann af vinnusvæði við Súðarvog, yfir á nærliggjandi bílastæði og í veg fyrir hjólreiðakonu sem átti þar leið hjá í dag. Upptaka af atvikinu náðist á öryggismyndavél. Búi Baldvinsson kvikmyndagerðarmaður rekur framleiðslufyrirtækið Hero productions í Súðarvogi. Mikil uppbygging er á svæðinu um þessar mundir og framkvæmdir víða á lóðunum í kringum fyrirtækið, þar sem hin nýja Vogabyggð á að rísa. Búi segir í samtali við Vísi að atvikið í dag hafi náðst á öryggismyndavél sem beinist út að bílastæðinu fyrir utan Hero productions. Hann segir bílnum hafa verið lagt við nærliggjandi vinnusvæði og ökumaðurinn, einn verkamanna á svæðinu, hafi gleymt að setja hann í handbremsu með áðurgreindum afleiðingum. Í myndbandinu, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni í dag, sést hvernig bíllinn rennur inn á bílastæðið en hjólreiðakonan nær rétt svo að smeygja sér undan honum. Bíllinn rennur svo áfram þangað til hann lendir á vegg. Vilius Petrikas, starfsmaður Hero Productions, var á staðnum þegar óhappið varð og kannaði málið ásamt samstarfsmanni sínum þegar bíllinn skall á húsinu. Vilius segir í samtali við Vísi að konunni hafi verið brugðið þegar hún sá bílinn koma en hún slapp blessunarlega ómeidd frá óhappinu. „Hún var svolítið stjörf eftir þetta en sem betur fer fór þetta ekki í hana. Þetta var ógeðslega tæpt.“ Töluverðar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Viliusar. Þannig rispaðist önnur hlið bílsins við ferðalagið og framhliðin var illa leikin eftir áreksturinn við vegginn. Bílnum var svo komið aftur í hendur eiganda síns eftir óhappið. „Bíllinn rann frá iðnaðarsvæðinu fyrir ofan. Eftirleikurinn var þó svolítið „anti-climatic“, hún [hjólreiðakonan] fór og lét þau vita að bíllinn hefði runnið yfir götuna. Hann rann langt, að minnsta kosti hundrað metra,“ segir Vilius.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira