Innlent

Ljóst í september hvort yfirdeild MDE tekur Landsréttarmál fyrir

Eiður Þór Árnason skrifar
Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir.
Enn er þess beðið hvort yfirdeildin kjósi að taka málið fyrir. Vísir/EPA

Það mun koma í ljós þann 9. september næstkomandi hvort yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu tekur fyrir dóm Mannréttindadómstólsins um skipan dómara við Landsrétt. Fréttastofa RÚV greinir fyrst frá þessu.

Dómurinn var ekki tekinn fyrir á síðasta nefndarfundi yfirdeildarinnar sem fór fram þann 25. júní síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að nefndin taki afstöðu til þess hvort málið verði tekið fyrir þann 9. september.

Meirihluti Mannréttindadómsins komst að þeirri niðurstöðu í mars að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen þáverandi dómsmálaráðherra og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar.

Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí.


Tengdar fréttir

Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar

Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×