Lífið

Pawel og Anna í hnapphelduna

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hjónin nýgiftu hjóluðu um Vín.
Hjónin nýgiftu hjóluðu um Vín.
Borgarfulltrúinn Pawel Bart­oszek gekk í það heilaga með unnustu sinni, Önnu Heru Björnsdóttur, 28. júní. Þegar Fréttablaðið hringdi í Pawel var hann í brúðkaupsferð í Vínarborg. Pawel og Anna hafa verið par síðan þau kynntust sem nemar við Háskóla Íslands.

„Við erum búin að vera saman í nítján ár og okkur fannst kominn tími til að stíga þetta skref. Það var enginn vafi lengur,“ segir Pawel kátur. „Við hjónin höfum eytt deginum í að hjóla um Vín, sem var valin besta borg í heimi hjá Mercer, annað árið í röð. Það dugar ekkert minna en það besta í heimi.“

Pawel segir ákvörðunina ekki hafa verið tekna í skyndi. Athöfnin var ekki stór í sniðum. Aðeins nánustu vinum og ættingjum var boðið. Pawel situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Viðreisn og var áður þingmaður fyrir flokkinn. Anna Hera starfar sem danskennari. Þau eiga saman tvo syni, þá Ágúst og Ólaf Jan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×