Skaðabótagreiðslan kemur sér vel í framsalsmáli Julian Assange Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:30 Kristinn segist feginn að þessu máli sé lokið eftir níu ára slag. Vísir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30