Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 16:35 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Sýn/arnar Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. „Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan: Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan:
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira