Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 16:00 Sýni sem tekin hafa verið eru til rannsóknar hjá sóttvarnalækni, MAST og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. vísir/getty Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27