Lífið

Hrefna Dís og Sverrir Ingi eignuðust dóttur

Sylvía Hall skrifar
Sverrir og Hrefna saman í Flórída.
Sverrir og Hrefna saman í Flórída.

Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður og kærasta hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, eignuðust dóttur fyrir rúmri viku síðan en stúlkan kom í heiminn þann 1. júlí síðastliðinn. Hrefna Dís segir fyrstu dagana hafa verið dásamlega í færslu sem hún birtir á Instagram.

Parið er búsett í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi spilar fótbolta með gríska liðinu PAOK í borginni Thessaloniki. Hrefna Dís er samkvæmisdansari og vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 á síðasta ári.

Parið hefur verið saman í um það bil sex ár og er stúlkan þeirra fyrsta barn.


 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.