Innlent

Vega­fram­kvæmdir á Hring­braut að­fara­nótt mið­viku­dags

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hringbraut verður fræst og malbikuð í vikunni ef veður leifir.
Hringbraut verður fræst og malbikuð í vikunni ef veður leifir. Reykjavíkurborg

Til stendur að malbika báðar akreinar á Hringbraut, frá Melatorgi að Sæmundagötu þriðjudagskvöldið 25. júní og aðfaranótt miðvikudags 26. júní. Munu framkvæmdir standa yfir frá kl. 19:00 til 06:00 næsta morgun ef veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Auk þess stendur til að fræsa tvær akreinar á Hringbraut, frá gatnamótum við Njarðargötu og fram yfir gatnamót við Nauthólsveg. Aðeins verður annarri akreininni lokað í einu. Þær framkvæmdir munu standa yfir frá kl. 19:00 til 04:00.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni stendur: „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.