Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 12:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum