Lífið

Kylie harðlega gagnrýnd fyrir þernupartí

Birgir Olgeirsson skrifar
Kylie og vinkonur hennar klæddu sig upp eins og þernur í Handmaid´s Tale.
Kylie og vinkonur hennar klæddu sig upp eins og þernur í Handmaid´s Tale. Instagram

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að halda búningapartí þar sem gestir voru beðnir um að klæða sig upp eins og persónur úr sjónvarpsþáttunum The Handmaid´s Tail, eða Sögu þernunnar.

Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna.

Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood.

Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead.

Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt.

Saga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.

Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru.

Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar.

Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.