Fótbolti

Tekur Buffon við af Casillas?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon er samningslaus.
Buffon er samningslaus. vísir/getty

Hinn reynslumikli markvörður, Gianluigi Buffon, gæti verið á leiðinni til Portúgals en hann er talinn í samningaviðræðum við Porto.

Tuttosport greinir frá en Buffon er samningslaus eftir að PSG og ítalski markvörðurinn komust að samkomulagi um að endurnýja ekki samninginn.Buffon lék í eitt ár í Frakklandi eftir að hafa spilað í sautján ár með Juventus þar sem hann vann fjölmarga titla en nú gæti hann verið á leið til Portúgals.

Iker Casillas fékk hjartaáfall í síðasta mánuði og flestir telja að hann þurfi að hætta fótboltaiðkun. Því kemur Buffon til greina sem næsti markvörður Porto.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.