Mögnuð saga Þjóðhátíðar skrásett í nýrri heimildarmynd Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 16:45 Áætlað er að frumsýna myndina í júlí. Fólkið í Dalnum. Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Þær eru fáar hátíðirnar sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en Þjóðhátíð í Eyjum. Í ár eru 145 ár liðin frá allra fyrstu hátíðinni í Herjólfsdal. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Nú í júlí, fyrir þjóðhátíð í ár, verður frumsýnd heimildarmyndin Fólkið í Dalnum en Eyjapeyjarnir Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson standa að myndinni. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2013 og sögðu þeir löngu kominn tíma til að skrásetja magnaða sögu Þjóðhátíðar. Upphaflega var ætlunin að gera einni stakri hátíð skil en fljótlega kom á daginn að ein hátíð myndi ekki duga, því hafa þeir Skapti og Sighvatur unnið að myndinni síðustu fimm árin. „Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið undanfarin ár og hefur skapast umræða meðal Eyjamanna um þolmörk hátíðarinnar. Með tilkomu Landeyjahafnar hefur flutningsgeta stóraukist. Í myndinni er fjallað um þróun hátíðarinnar og ljósi varpað á hversu miklu máli hún skiptir fyrir verslun og þjónustu í Eyjum,“ segir Sighvatur. Undanfarin ár hefur mikil umræða verið hér á landi um öryggisþátt Þjóðhátíðar og annarra útihátíða. Í myndinni verður fjallað sérstaklega um hversu mikil áhersla er lögð á gæslu og öryggi hátíðargesta. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vinnur að hátíðinni árið um kring og er mikill metnaður lagður í dagskrá og alla umgjörð. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og höfundur þjóðhátíðarlaganna Þar sem hjartað slær frá árinu 2012 og Ástin á sér stað frá 2016, sér um tónlistina í myndinni. „Þegar Sighvatur og Skapti Örn báðu mig um að taka að mér tónlistina í myndinni þá var svarið einfalt og svarið var já. Eftir 10 ár í Dalnum fannst mér ég vera tilbúinn í að skapa stemningu fyrir þessa mynd sem lýsir því hvernig mér líður þegar ég geng um Herjólfsdal,“ segir Halldór Gunnar. Fólkið í Dalnum - heimildarmynd um Þjóðhátíð from Sighvatur Jónsson on Vimeo.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira