Lífið

Bragi Valdimar og Stop Wait Go með puttana í nýjasta sumarsmelli Stjórnarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Segðu já er nýjasta lag Stjórnarinnar en lagið var frumflutt í Bítið á Bylgjunni í morgun. Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir voru mætt í spjall á Suðurlandsbrautina á þessum fallega föstudagsmorgun og ræddu það sem framundan er.

„Grétar, þetta þarf að virka,“ segir Sigga að séu lykilskilaboðin til Grétars þegar hann situr við lagasmíðar. Óhætt er að segja að Stjórnin eigi marga smelli sem hafi skemmt landanum í gegnum tíðina. Sveitin fagnaði 30 ára afmæli í fyrra.

„Þetta eru ekki heilar plötur núna. Þetta er meira eitt lag á ári,“ sagði Grétar og hló.

Bragi Valdimar Skúlason samdi textann við lagið og auk þess kom Stop Wait Go að vinnslu lagsins sem heyra má hér að ofan.

Spjallið í heild má heyra hér að neðan en þar ræddi Sigga meðal annars um það að hún útilokaði ekki að fara aftur í Eurovision, ef rétta lagið kæmi á hennar borð.

„Þetta var miklu auðveldara þegar við fórum,“ sagði Sigga og hló og átti við allt ferlið að fara í Eurovision núna. Undankeppni heima, forkeppi úti og allt heila klabbið.

Þá eru á döfinni stórtónleikar í Háskólabíó í haust og er miðasala þegar hafin.


Tengdar fréttir

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Á plötunni Myndir, bestu lög Einars Bárðar, syngur Klara, dóttir Einars, með föður sínum lagið Síðasta sumar, sem Nylon gerði frægt á sínum tíma. Einar ætlar að fagna með útgáfutónleikum 8. og 9. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×