Sigga Beinteins fékk tár í augun við að horfa á brunann Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 14:06 Sigga Beinteins fór á vettvang og varð brugðið þegar hún sá hversu mikinn eldsvoða var um að ræða. mynd/samsett/GVA/Birgir Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28