Lífið

Rúrik sígur niður fyrir milljónina á Instagram

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stjörnuparið Rúrik og Nathalia við Como-vatn um helgina.
Stjörnuparið Rúrik og Nathalia við Como-vatn um helgina. Instagram/@rurikgislason

Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu hefur sigið niður fyrir milljón fylgjendur á Instagram en hann er nú með um 999 þúsund fylgjendur, sem verður þó að teljast ansi álitlegur fjöldi.

Rúrik náði mest um 1,3 milljón fylgjenda, og varð á tímabili vinsælasti Íslendingurinn á Instagram, en hann kleif hratt upp vinsældastigann á samfélagsmiðlum eftir að hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í fyrra. Það vakti einmitt sérstaka athygli fjölmiðla þegar hann rauf milljón fylgjenda múrinn á sínum tíma, sem aðeins fáeinir Íslendingar geta státað sig af.

Sjá einnig: Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn

Rúrik er um þessar mundir staddur við Como-vatn á Ítalíu í brúðkaupi landsliðsfélaga síns Gylfa Þórs Sigurðssonar og fyrirsætunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Rúrik spókar sig þar í fylgd kærustu sinnar, brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Solani.

Þá er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér en Rúrik hefur líklega alla burði til þess að hífa sig aftur upp fyrir milljónina á Instagram. Hér geta áhugasamir fylgst með fylgjendafjölda Rúriks í rauntíma.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.