Lífið

Dagurinn töfrum líkastur að sögn Alexöndru Helgu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hamingjuóskunum hefur rignt yfir brúðhjónin um helgina og virðist ekkert lát á.
Hamingjuóskunum hefur rignt yfir brúðhjónin um helgina og virðist ekkert lát á.
Alexandra Helga Ívarsdóttir segir að brúðkaupsdagur þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnukappa hafi verið töfrum líkastur. Turtildúfurnar létu pússa sig saman í blíðskaparveðri við Como vatn á Ítalíu á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni.

Alexandra var í glæsilegum hvítum brúðarkjól en Gylfi klæddur í svört og hvít jakkaföt. Gestir héldu á blævængjum á meðan athöfninni stóð en hún fór fram utandyra.

Fjöldi íslenskra landsliðsmanna mætti ásamt spúsum sínum í veisluna og var samkvæmt heimildum Vísis afar vel veitt hvort sem var um veigar í föstu eða fljótandi formi. Ása Reginsdóttir, ein vinkvenna brúðhjónanna, lýsti því á Instagram að þau hefðu dansað fram á morgun.

Skemmtikraftarnir í veislunni flugu utan og má þar nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónssyni, Sóla Hólm, Aron Can og Herra hnetusmjör.

Alexandra birtir í dag mynd af þeim Gylfa augnablikum eftir að hafa verið gefin saman. 

„Nýgift. Mig langar að þakka öllum vinum og fjölskyldunni sem kom til að fagna með okkur. Dagurinn var einstakur og töfrum líkastur,“ segir Alexandra Helga í færslu með myndinni.


Tengdar fréttir

Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×