Þarf að hafa það á samviskunni að hafa ekki trúað Ellen Degeneres Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2019 11:53 Móðir Ellenar Degeneres kom á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað frásögn Ellenar um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11