Þarf að hafa það á samviskunni að hafa ekki trúað Ellen Degeneres Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2019 11:53 Móðir Ellenar Degeneres kom á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað frásögn Ellenar um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Betty DeGeneres tjáði sig í gær í fyrsta sinn opinberlega um kynferðislegt ofbeldi fyrrverandi mannsins síns gegn dóttur hennar, Ellen Degeneres. Í yfirlýsingu sem Betty, sem er á níræðisaldri, sendi til NBC fréttastofunnar kom hún á framfæri djúpstæðri eftirsjá fyrir að hafa ekki trúað Ellen þegar hún sagði henni frá ofbeldinu. Í opinskáu viðtali í Netflix-þætti Davids Letterman greindi Ellen frá misnotkun sem hún sætti af hendi stjúpföður síns þegar hún var unglingur. Hún gerði grein fyrir þeim áhrifum sem ofbeldið hafði á hana og hversu sár hún varð móður sinni þegar hún trúði ekki frásögn hennar. „Ég veit það núna að eitt af því erfiðasta sem þú getur gert er að segja frá eftir að þú hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Ég elska dóttur mína og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað þegar hún sagði mér frá því sem gerðist,“ sagði Betty í yfirlýsingunni. „Ég lifi í eftirsjá og ég myndi ekki óska neinu foreldri það sama. Ef einhver í lífi þínu sýnir það hugrekki að segja frá, gerðu það þá fyrir mig að trúa viðkomandi.“Nýtti sér veikindi móðurinnar til brjóta gegn Ellen Í viðtalinu greindi Ellen frá því þegar brotin hófust. Þá hafði móðir hennar nýlega verið greind með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja brjóstið með skurðaðgerð. Stjúpfaðir hennar nýtti sér viðkvæmar aðstæður mæðgnanna og upplýsingarnar um krabbameinið til að brjóta á Ellen. „Hann sagði mér að hann þyrfti að þreifa eftir hnútum á brjóstunum á mér þegar mamma hafði farið úr bænum,“ sagði Ellen. Stjúpfaðirinn hafi náð að sannfæra hana um að hann yrði að fá að þreifa á henni til að ganga úr skugga um að hún væri ekki með brjóstakrabbamein. „Og svo gerði hann það aftur og aftur og aftur.“ „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig“ Ellen var 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað en hún sagði móður sinni ekki frá misnotkuninni fyrr en nokkrum árum síðar. „Ég vildi ekki segja móður minni frá þessu því ég vildi vernda hana. Ég vissi að það myndi eyðileggja samband hennar því hún var mjög hamingjusöm þó hann væri skelfilegur maður. Ég hefði aldrei átt að vernda hana. Ég hefði átt að vernda sjálfa mig. Ég hélt þessu leyndu fyrir henni í nokkur ár en síðan sagði ég henni frá þessu. Og þá trúði hún mér ekki og var með honum í átján ár til viðbótar.“ Ellen segist hafa reynt að láta þetta ekki á sig fá en á undanförnum árum hefðu vonbrigðin vegna viðbragða móður hennar hellst yfir hana. „Ég vildi að hún hefði séð betur um mig. Ég vildi óska að hún hefði bara trúað mér. Hún sýnir alveg iðrun en þú veist…,“ sagði Ellen. Betty fór að endingu frá manninum vegna málsins því hún var farin að taka eftir ósamræmi í frásögn hans af samskiptum hans við Ellen.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Ellen var misnotuð af stjúpföður sínum Móðir hennar trúði henni ekki í fyrstu en fór frá manninum þegar svörin tóku að breytast. 28. maí 2019 22:11