Lífið

Drungalegt bank heyrðist þegar Pétur og Jógvan ætluðu sér að fara sofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur og Jógvan voru nokkuð hræddir þegar atvikið kom upp.
Pétur og Jógvan voru nokkuð hræddir þegar atvikið kom upp.
Í lokaþættinum af Næturgestum með Pétri Jóhanni Sigfússyni gisti þáttastjórnandinn með söngvaranum Jógvani Hansen í Símstöðinni á Brú, rétt við Staðarskála.

Ástæðan fyrir þessari staðsetningu mun vera sú að töluvert margir Íslendingar telja sig hafa séð þar draug eða veru í hvítum bol. Eftir að hafa heyrt sögu af manni sem var hrakinn út úr Símstöðinni um miðja nótt var ákveðið að gista í sama herbergi og hann.

Fyrst var leitað um allt að einhverju yfirnáttúrulega áður en lagst var niður til hvílu.

Í myndbrotinu sem fylgir greininni hér að neðan má heyra bank í vegg þegar Pétur og Jógvan voru að undirbúa sig fyrir svefninn.

Atvikið gerðist um klukkan tvö um nótt og var þá algjört blankalogn úti og húsið alveg tómt.

Ragnar Eyþórsson, starfsmaður Stöðvar 2, og framleiðandi þáttarins staðfestir að enginn úr tökuliðinu hafi bankað í vegginn en hér að neðan má sjá þetta atvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×