Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 12:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira