Hótað lífláti fyrir að halla sér yfir Beyoncé til að tala við Jay-Z Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 14:54 Hér sést Nicole Curran halla sér yfir Beyoncé til að spyrja Jay-Z hvað hann vildi drekka. Vísir/Getty Það lék allt á reiðiskjálfi í síðustu viku þegar myndband fór í dreifingu þar sem kona sást halla sér yfir tónlistarkonuna Beynocé til að segja nokkur orð við eiginmann Beyoncé, Jay-Z. Atvikið átti sér stað á leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í úrslitum bandarísku körfuknattleiksdeildarinnar NBA. Þegar konan hallaði sér yfir Beyoncé virtist svipur, að mati margra netverja, gefa til kynna að hún væri ekki hrifin af þessu athæfi konunnar. Konan hefur í dag stigið fram og greint frá því að henni hafi borist fjölda líflátshótana. Varð það til þess að hún sá sig knúna til að loka Instagram-reikningi sínum.Jay-Z and Beyoncé are courtside for Game 3 pic.twitter.com/6mmJuN8Odn— ESPN (@espn) 6 June 2019 Konan heitir Nicole Curran en hún er eiginkona Joe Lacob, sem er meirihluta eigandi í Warriors-liðinu. Curran ræddi við ESPN um atvikið en hún segist hafa hallað sér yfir Beyoncé til að heyra greinilega hvað Jay-Z vildi fá að drekka svo hún gæti fært hjónunum drykki. „Það var enginn fjandskapur okkar á milli. Ég reyndi bara að vera góður gestgjafi,“ sagði Curran við ESPN.Just spoke to Nicole Curran, the wife of Warriors owner Joe Lacob, about the “incident “ with Beyoncé last night. She was in tears. Said she had been getting death threats on social media all night this morning she disabled her IG account just to make it stop.— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) 6 June 2019 Hún sagði frá sinni hlið á Instagram-reikningi sínu en þar kemur fram að þegar hún var komin heim eftir leikinn beið hennar ógrynni af skilaboðum frá reiðum aðdáendum Beyoncé. Henni var hótað svo lífláti að hún sá sig tilneydda til að loka Instagram-reikningnum. „Ég hef aldrei upplifað jafn mikið neteinelti,“ sagði Curran við ESPN og var algjörlega niðurbrotin í viðtalinu. Talsmaður Beyoncé bað aðdáendur hennar um að dreifa ekki hatri á netinu í hennar nafni. View this post on InstagramI am looking back today at the start of The OTRII tour, one year ago. It was a place of joy, unimaginable entertainment from two of the best performers in the world, and a place of love. Every single day on that tour I saw love. Which is why I also want to speak here to the beautiful BeyHiVE. I know your love runs deep but that love has to be given to every human. It will bring no joy to the person you love so much if you spew hate in her name. We love you. A post shared by Yvette Noel-Schure (@yvettenoelschure) on Jun 6, 2019 at 8:09pm PDT Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Það lék allt á reiðiskjálfi í síðustu viku þegar myndband fór í dreifingu þar sem kona sást halla sér yfir tónlistarkonuna Beynocé til að segja nokkur orð við eiginmann Beyoncé, Jay-Z. Atvikið átti sér stað á leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í úrslitum bandarísku körfuknattleiksdeildarinnar NBA. Þegar konan hallaði sér yfir Beyoncé virtist svipur, að mati margra netverja, gefa til kynna að hún væri ekki hrifin af þessu athæfi konunnar. Konan hefur í dag stigið fram og greint frá því að henni hafi borist fjölda líflátshótana. Varð það til þess að hún sá sig knúna til að loka Instagram-reikningi sínum.Jay-Z and Beyoncé are courtside for Game 3 pic.twitter.com/6mmJuN8Odn— ESPN (@espn) 6 June 2019 Konan heitir Nicole Curran en hún er eiginkona Joe Lacob, sem er meirihluta eigandi í Warriors-liðinu. Curran ræddi við ESPN um atvikið en hún segist hafa hallað sér yfir Beyoncé til að heyra greinilega hvað Jay-Z vildi fá að drekka svo hún gæti fært hjónunum drykki. „Það var enginn fjandskapur okkar á milli. Ég reyndi bara að vera góður gestgjafi,“ sagði Curran við ESPN.Just spoke to Nicole Curran, the wife of Warriors owner Joe Lacob, about the “incident “ with Beyoncé last night. She was in tears. Said she had been getting death threats on social media all night this morning she disabled her IG account just to make it stop.— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) 6 June 2019 Hún sagði frá sinni hlið á Instagram-reikningi sínu en þar kemur fram að þegar hún var komin heim eftir leikinn beið hennar ógrynni af skilaboðum frá reiðum aðdáendum Beyoncé. Henni var hótað svo lífláti að hún sá sig tilneydda til að loka Instagram-reikningnum. „Ég hef aldrei upplifað jafn mikið neteinelti,“ sagði Curran við ESPN og var algjörlega niðurbrotin í viðtalinu. Talsmaður Beyoncé bað aðdáendur hennar um að dreifa ekki hatri á netinu í hennar nafni. View this post on InstagramI am looking back today at the start of The OTRII tour, one year ago. It was a place of joy, unimaginable entertainment from two of the best performers in the world, and a place of love. Every single day on that tour I saw love. Which is why I also want to speak here to the beautiful BeyHiVE. I know your love runs deep but that love has to be given to every human. It will bring no joy to the person you love so much if you spew hate in her name. We love you. A post shared by Yvette Noel-Schure (@yvettenoelschure) on Jun 6, 2019 at 8:09pm PDT
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira