Vatnsflaska óvart í lokaþætti Game of Thrones Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:15 Glöggir aðdáendur Game of Thrones komu auga á vatnsflösku í lokaþættinum. Vísir/ap Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07
Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög