Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:08 Augnablikið umdeilda. Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“ Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“
Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56
Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33