Lífið

Hjálmar Örn fer yfir karakterana og ferilinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjálmar Örn er þekktastur fyrir hvítvínskonuna.
Hjálmar Örn er þekktastur fyrir hvítvínskonuna.
Hjálmar Örn Jóhannsson er einn af vinsælustu skemmtikröftum landsins og hefur algjörlega slegið í gegn sem hvítvínskonan. Hjálmar langaði alltaf til þess að starfa við að skemmta öðrum og fékk tækifærið til þess að fylgja þeim draumi á samfélagsmiðlum og nú hefur hann lagt dagvinnuna á hilluna.

Eva Laufey Kjaran kíkti til hans í grillveislu nú á dögunum og fékk að heyra hans sögu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. Hjálmar býr með Ljósbrá Loga og eiga þau saman einn dreng.

„Ég hef aldrei skipulegt neitt og alltaf gert bara eitthvað og það hefur bara komið mér á þann stað. Ég er á móti ferlum,“ segir Hjálmar Örn á spaugilegan hátt.

„Ferlar eru nauðsynlegir í ákveðnum fyrirtækjum en ekki í gríni, ekki ferla þig upp. Fyrstu skrefin er bara að henda öllu út. Ef þér finnst það fyndið, hentu því bara út. Það eru svo margir sem langar að gera eitthvað en eru svona sófagagnrýnendur, eins og ég var.“

Ferill Hjálmars hófst fyrir fullt þegar hann sló gegn á Snapchat. Hans vinsælasti karakter er án efa hvítvínskonan.

„Ég held að hún sé svona vinsælt því það tengja rosalega margir við hana og ég held að það séu rosalega margir sem þekkja þessa týpu. Það var fullt af konum á snappinu sem voru að gera þetta og ég fæ svona smá útrás, í staðinn fyrir að vera pirra sig á þessu.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×